snjóljótur

þriðjudagur, september 27, 2005

Þessi bloggsíða er eiginlega lögð niður en ég tími ekki að eyðileggja hana. Bara láta ykkur vita að það kemur ekkert nýtt inná hana, nema hugsanlega myndir.

föstudagur, júlí 15, 2005

Einhildur ákvað að koma heim til mín aftur :)
Ég á afmæli eftir 3 daga :)
Það er sumarfrí :)
Ég verð komin í helgarfrí eftir einn og hálfan tíma :)

ég kvarta ekki

mánudagur, júlí 04, 2005

halllóóó...já, ég hef ákveðið að blogga svona til tilbreytingar. Efast reyndar um að einhver sjái þessa bloggfærslu þar sem þið eruð örugglega hætt að heimsækja bloggsíðuna mína og ég áfellist ykkur ekki fyrir það.
Reyndar er aðalástæða þessarar bloggfærslu að ég er komin í nýja vinnu við mjög fancy flott skiptiborð hjá Hafró. Svara í síma og svona en það er ekki mikið að gera svo ég vafra bara í tölvunni inn á milli. Hér mun ég semsagt vinna í júlí og það er mjög fínt!!

Fór í vikuferð til Parísar með familien og DÓUM úr hita. Skoðuðum allt sem okkur datt í hug og meira en það og það var partí

heimkoma einhildar eftir 9 daga

föstudagur, apríl 08, 2005

all right....þeir sem hafa lesið comment við síðustu færslu skilja að mikil pressa er á þessari bloggfærslu svo too bad for you ef hún er ekki nógu góð fyrir ykkur....MOHAA!!!
en já ekkert að frétta af mér nema báðir bræður mínir eru orðnir feður, stigsprófinu var frestað til 26. apríl vegna veikinda, kötturinn hennar Sifjar frænku var KYRKTUR, pabbi átti afmæli í gær, Sólveig á afmæli NÚNA....bókstaflega því as we speak (athugasemdir bannaðar við þetta orðatiltæki) er afmælismatarboð inní stofu....barnagrátur, allir að éta á sig gat...fólk að kjafta og öðru hverju heyrast vandræðalegir aulabrandarar frá pabba sem enginn hlær að, svona týpískt fjölskylduboð semsagt.

En já þeir sem vilja vita þá heitir Sturludóttir Ásgerður, og sonur Jón Páls Stormur ... gaf pabba tækifæri til að segja að Jón Páll væri með Storminn í fanginu (sagði þann brandar þrisvar á einu kveldi og hló í hvert sinn...:/ )

Var að fatta að bloggið mitt átti eins árs afmæli 29. janúar síðastliðinn, á reyndar ekki skilið neitt húrrahróp þar sem ég fattaði það ekki sjálf en afmælisgjafir samt vel þegnar....mig hefur alltaf langað í digital myndavél svo ég gæti sjálf sett myndir hérna inná...ef ekki þá væri fartölva vel þegin, núna þegar við erum komin með þráðlaust net ;)

En já....maður færslunnar er Einhildur fyrir að brjóta upp hrikalegan dönskutíma með kveðju frá Austurríki :)


miðvikudagur, mars 09, 2005

Ég var svona að spá og spekúlera og ég komst að þeirri niðurstöðu eftir miklar og langar og stórskemmtilegar pælingar sem kostuðu mig fullt af heilasellum og mikinn tíma en voru mjög furðulegar og mikilfenglegar að rigningin er ekkert svo slæm! Ég meina maður verður svolítið blautur þegar maður er úti í rigningu en það er allt í lagi því það er líka skemmtilegt, það heyrist svona dripp dropp dripp dropp og það er skondið :)
Nú ætla ég að leggja fyrir ykkur verkefni og biðja ykkur um að svara samviskusamlega:
a. Af hverju er ekki rigning núna?
b. Hvenær kemur rigning?
c. Hvað á rigningin að heita?

föstudagur, mars 04, 2005

BLOGGEDDÍBLLOGGBLOGG BLOGGBLOGGEDÍBLOGG.....

sko...ekkert kvart núna, ég er að blogga...BLOGGLLOBLOGGGOLO!
Jæja....haldiði nú kjafti, verið sæt, strjúkið kviðinn og haldið friðinn...sérstaklega við mig því ég á svo bágt!!!

laugardagur, febrúar 05, 2005

hahahaha......Halldóra skömmin ákvað að blogga fyrir mig og ég neita allri ábyrgð !